Tryggingastofnun ríkisins

Slóð:

https://www.tr.is/

Verklýsing:

Greining

Hönnun

Forritun

Prófanir

Vefur Tryggingastofnunar Ríkisins settur í nýjan búning. Efni einfaldað og notendum gert auðveldara að nálgast upplýsingar um fjárhæðir og réttindi.

Fyrsta skref

Greining

Fyrri vefur Tryggingastofnunar var kominn til ára sinna og þótti ástæða til að fara vel yfir efni vefsins og einfalda það og minnka frá því sem var. Ákveðið var að algengustu aðgerðir fengu sér svæði á forsíðu til að auðvelda notandanum að nálgast þær. Reiknivél örorkulífeyris var endurskipulögð.

Ákveðið var að birta ekki fréttir á forsíðu þar sem þær eru fáar og langt á milli þeirra. Þess í stað var sett upp tilkynningabox sem hægt er að stilla birtingartíma hverju sinni.

Annað skref

Hönnun

Þar sem leiðartréð var djúpt og margar undirsíður var þörf fyrir hliðarvalmynd. Ákveðið var valmynd væri sýnileg vinstra megin við efni undirsíða nema notandi kysi að loka henni. 

Litamismunur milli texta og bakgrunns var hafður nægilega mikill til að sjónskertir og litblindir gætu lesið efni vefsins með góðu móti.

Icon á forsíðu og undirsíðum voru teiknuð með litum úr hönnunarstaðli Tryggingastofunar.

Myndir á forsíðu birtast handahófskennt þegar farið er á vefinn og geta verið eins margar og vefstjóri kýs hverju sinni. 

Skjámyndir

Loka afurðin