Orkubú Vestfjarða

Slóð:

https://www.ov.is/

Verklýsing:

Greining

Hönnun

Forritun

Prófanir

Orkubú Vestfjarða er orkusali og orkudreifiaðili. Á vefnum er hægt að sjá tilkynningar, skila inn álestri, sækja um heimlagnarbeiðni og tilkynna notendaskipti.

Verkefnið fól í sér greiningu á eldri vef þar sem farið var yfir það efni sem var á vefnum og það endurskipulagt fyrir betri notendaupplifun. Vefurinn var svo hannaður svo áherslur Orkubús Vestfjarða skili sér vel til neytenda.

Fyrsta skref

Greining

Þar sem um endurhönnun var að ræða var farið yfir þann vef sem var til fyrir. Rýnt var hvað var mikið notað og hvað var lítið notað á honum og því sem var mest notað á vefnum gefið meira vægi. Mikil áhersla var lögð á snjallsíma útgáfu af vefnum og Komdu í viðskipti síðu.

Vegna fjölda undirsíða var ákveðið var að valmynd yrði sett upp sem megamenu. Með þeim hætti er auðvelt að finna þær upplýsingar sem leitað er eftir.

Annað skref

Hönnun

Valdir voru litir útfrá lit í logo Orkubús Vestfjarða og valdir stuðningslitir með honum. Ákveðið var að nota Oswald og Muli fonta samsetningu á vefnum. Allir litir voru contrast prófaðir svo aðgengi væri gott fyrir sjóndapra.

Icon voru teiknuð fyrir Senda álestur, Tilkynna notendaskipti, Viltu tilkynna bilun, Smáforrit OV, Græn orka, Þínar upplýsingar og Gott verð. Stuðst var við skálínur í bakgrunni þar sem skálínur eru í logo Orkubús Vestfjarða.

Ljósmyndir eru frá Ágústi Atlasyni ljósmyndara.

Skjámyndir

Loka afurðin