Ljósmóðir.is

Slóð:

http://www.ljosmodir.is/

Verklýsing:

Greining

Hönnun

Forritun

Prófanir

Ljósmóðir.is er öflugur upplýsingavefur fyrir verðandi foreldra. Vefurinn býður upp á reiknivél til að áætla væntanlegan fæðingardag barns ásamt upplýsingum um þroska fósturs viku fyrir viku. Reyndar ljósmæður svara spurningum í Spurt og svarað og er á vefnum ýmis fróðleikur um fæðingu og breytingar á líkama móður á meðgöngu.

Fyrsta skref

Greining

Farið var vel yfir eldri vef Ljósmóðir.is og umferðin um hann skoðuð. Í ljós kom að mikill meirihluti af heimsóknum á vefinn kom frá farsímum svo ákveðið var að leggja sérstaka áherslu á að notendaupplifun á síma væri góð.

Annað skref

Hönnun

Vefurinn var stækkaður frá því sem áður var. Hann skalast nú upp og niður eftir skjástærð. Valið var nýtt letur og varð Signika negative og Courgette fyrir valinu. Ákveðið var að skipta um liti á vefnum og voru prófaðar nokkrar mismunandi litapallettur en að lokum valdir tveir fjólubláir tónar sem aðallitir.

Mikilvægt var að staðsetning notanda á vefnum væri mjög sýnileg og að auglýsingar fengu að njóta sín. 

Skjámyndir

Loka afurðin