Lánamál ríkisins

Slóð:

http://www.lanamal.is/

Verklýsing:

Vefgreining

Hönnun

Forritun

Prófanir

Lánamál ríkisins sinnir verkefnum í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs.

Á vefnum má finna upplýsingar um stöðu og hreyfingar á skuldabréfamarkaði. 

Verkefnið fól í sér greiningu á vef sem var til fyrir, uppsetningu á frumgerðum, hönnun á vef sem skalast vel í öllum tækjum, forritun og prófunum.

Fyrsta skref

Greining

Þar sem um endurhönnun var að ræða var farið yfir þann vef sem var til fyrir. Rýnt var hvað var mikið notað og hvað var lítið notað á honum og því sem var mest notað á vefnum gefið meira vægi. Efni á forsíðu var minnkað talsvert frá því sem fyrir var.

Annað skref

Hönnun

Stuðst var við fánalitina í merki Lánamála ríkisins við val á litapallettu fyrir vefinn. Allir litir á textum og hnöppum voru hannaðir til að styðja wcag 2.0 aðgengisstaðal.

Ákveðið var að nota Highcarts í gröf þar sem þau skalast mjög vel fyrir allar tegundir tækja.

Þar sem veftréð er djúpt á vefnum og margar undirsíður þurfti að taka sérstakt tillit til þess þegar kom að hönnun á valmynd fyrir farsíma.