Vefumsjónarkerfið

WebMaster er vefumsjónakerfi sem er hannað og sett upp af starfsmönnum TM Software (nú Origo). Vefumsjónakerfið er í sífelldri þróun og hefur staðist ótal öryggisúttektir.

Við höfum mikla sérfræðinga í notendaviðmótum og hönnun sem greina þínar þarfir og setja upp vef sem nýtist þér og þínum viðskiptavinum sem best.

Fjöldinn allur af íslenskum fyrirtækjum nýta sér WebMaster vefumsjónakerfið. Ekki síst vegna þess að öll sérsmíði fer fram af starfsmönnum Origo svo auðvelt er að aðlaga kerfið að þörfum hvers og eins.

Allir vefir

Einstakir

Allir vefir sem við setjum upp eru sérhannaðir svo hver vefur er einstakur. Við höfum mikla sérfræðinga í notendaviðmótum og hönnun sem greina þínar þarfir og setja upp vef sem nýtist þér og þínum viðskiptavinum sem best.

Einingakerfi

Þú hefur völdin

Webmaster er byggður upp sem einingakerfi svo þú hefur fulla stjórn á hvaða einingar þú birtir í hvaða röð á þínum vef. Eins getur þú alltaf bætt við undirsíðum eftir þörfum með því að nota þær einingar sem hannaðar hafa verið fyrir vefinn þinn.

Okkar markmið er að þegar þú færð vefinn þinn í hendurnar getir þú breytt öllu efni á vefnum allt frá leiðartrénu til upplýsinga í fæti vefsíðunnar.