• Viðskiptavinur:
    TR
  • Verkbeiðni:
    Ráðgjöf, hönnun og forritun
  • Slóð:
    minarsidur.tr.is

Mínar síður er rafræn þjónusta sem Tryggingarstofnun ríkisins býður viðskiptavinum sínum uppá. Notandi getur nálgast allar helstu upplýsingar eftir innskráningu á síðuna.
Innskráning inná Mínar síður er einföld og fer í gegnum Íslykil eða rafræn skilríki.

Meðal þjónustu sem boðið er uppá eru rafræn skjöl þar sem til að mynda öll skjöl, umsóknir, greiðsluseðlar og bréf frá TR birtast. Hægt er að skoða bæði tekjuáætlanir og greiðsluáætlanir og senda inn fylgigögn og fyrirspurnir svo eitthvað sé nefnt.

TM Software sá um ráðgjöf, hönnun og forritun á Mínum síðum TR.

Vefsvæðið er skalanlegt og því aðgengilegt í heimilistölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.