• Viðskiptavinur:
    Heilsuvera.is
  • Verkbeiðni:
    Vefforritun
  • Slóð:
    heilsuvera.is

Heilsuvera.is er vefsvæði sem býður uppá örugga samskiptaleið við heilbrigðisþjónustuna þar sem einnig er hægt að nálgast eigin sjúkragöng á einfaldan máta. Inn á vefsvæðinu hafa foreldrar aðgang að sjúkrarskrárgögnum barna sinna til 15 ára aldurs. Innskráning á heilsuvera.is fer í gegnum rafræn skilríki og meðal þess sem hægt er að nálgast á síðunni er lyfseðlalisti, lyfjaúttekt, lyfjaendurnýjun og tímabókanir á heilsugæslu svo eitthvað sé nefnt.

Vefurinn er viðamikill og hefur að geyma mikilvægar upplýsingar fyrir hvern og einn notanda.

TM Software sá um vefforritun.

Vefsvæðið er skalanlegt og því aðgengilegt í heimilistölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Heilsuvera.is var valinn besti íslenski vefurinn árið 2014  á Íslensku vefverðlaununum.